þriðjudagur, 10. ágúst 2010

Vinna

Ég hélt ræðu fyrir hönd myndlistarnema á útskrif Listaháskólans í vor.

Þar sagði ég að það að vera listamaður væri að stórum hluta ákvörðun. Maður fæðist ekki bara með hæfileika eða fer í listaháskóla og er þá sjálfkrafa orðinn listamaður. "Að vera listamaður er ákvörðun sem maður tekur, og það þarf kjark til að standa við hana" Já þetta sagði ég.

Þetta áttu auðvitað að vera uppörfandi orð til samnemenda minna um að láta ekki deigan síga. Það er nefnilega ekkert auðvelt að standa við þessa ákvörðun. Það er miklu meira öryggi fólgið í því að ákveða að vera ýmislegt annað, ýmislegt sem gefur fastar tekjur til dæmis.

Á þetta benti ég í þessari stuttu ræðu. Sagði að þetta ætti eftir að verða basl. Sum okkar myndu gefast upp. Aðrir verða værukærir í launuðu vinnunni sinni og þar fram eftir götunum.

Og hvað er ég búin að gera síðan ég hélt þessa ræðu fyrir tveimur mánuðum síðan?

Jú vinna!

Vinna, vinna vinna.

Ég leigi vinnustofu niðrí bæ sem ég hef sjaldnast tíma né orku til að heimsækja. Og ég hef ekki skrifað svo mikið sem einn staf á þetta blogg.

Sveiattan!

2 ummæli:

  1. áfram Tóta - ég kíki hingað stundum og er glöð að sjá nýja færslu.
    valla

    SvaraEyða
  2. VÚHÚ FÆRSLURNAR HRANNAST INN!

    SvaraEyða