sunnudagur, 21. mars 2010

Innblástur dagsins...

...já eða innblástur gærdagsins kannski öllu heldur. Tók Das Leben der anderen hjá vinum mínum á Laugarásvídeó í gærkvöld.

Var aldrei búin að sjá hana.

Þetta er með betri myndum sem ég hef séð lengi. Virkilega áhrifarík saga og bara flott mynd í alla staði.

Mæli með henni.

laugardagur, 20. mars 2010

Þá byrjar það

Ég trúi á endurkomu bloggsins.

Einu sinni var það skemmtilegur vettvangur. Svo dróst það niður í svaðið og að lokum leysti Facebook það af hólmi.

En bloggið er ekkert dautt og það er í rauninni ótrúlega sniðugt fyrirbæri. Ég ætla að nýta mér það núna. Setti upp þessa fínu heimasíðu um daginn og fannst allt í einu að ég þyrfti að vera með blogg samhliða henni. Þannig að ég rifjaði upp kynni mín af blogger og bjó mér til glænýtt blogg.

Þetta á vera artý blogg. Bara svo það sé á hreinu...

Og þótt ég sé merkilega slungin í heimasíðugerð (svoa miðað við almenna tölvufötlun mína að flestu öðru leyti) þá hefur mér gengið eitthvað illa að gera þetta blogg að undirsíðu á heimasíðunni minni. Þarf að grúska aðeins meira í þessum Html kóðum.