mánudagur, 20. febrúar 2012

SjóræningjaskipÞegar maður á ekki börn verður maður bara að monta sig af annarra manna börnum.

Bjartmar systursonur minn teiknaði þetta fína sjóræningjaskip. Hann er fimm ára.

Þarna eru stórhættulegar fallbyssur og neðan þilja eru hvorki fleiri né færri en sex fjársjóðskistur. Nokkrar fjársjóðskistur til viðbótar eru þarna á hafsbotni og bíða þess að verða fundnar.