mánudagur, 6. september 2010

Gróðurhús

Fann filmu sem ég hafði aldrei skannað inn. Myndir sem ég tók af gróðurhúsum í niðurnýðslu í Hveragerði haustið 2008. Þetta er tekið í sömu ferð og þessar myndir hérna en einhverra hluta vegna fór síðasta filman ekki í framköllun fyrr en núna fyrir stuttu síðan.

Þetta er tekið á stóru mamiyuna hans Birkis.

Ég er alltaf dáltið ánægð með myndirnar úr þessari ferð. Það var eitthvað svo fullkomið veður til að taka myndir. Ég var sem sagt að skoða svona yfirgefna staði... og þetta gráa, hvorki né-veður bjó alveg til réttu stemninguna.

Ég ætti eiginlega að kaupa filmur og skella mér í myndatúr.