sunnudagur, 25. apríl 2010

Opnun útskriftarsýningar

Þá er opnunin afstaðin en vinna við lokaverkið heldur samt áfram.

Verkið "mitt" byggir á samstarfi níu myndistarnema (og eins mannfræðinema úr HÍ sem er að rannsaka okkur) sem ákváðu að vinna saman að einu lokaverki í stað þess að vinna hver í sínu horni og gera einstaklingsverk eins og venjan er.

Við höfum hreiðrað um okkur í Portinu í Hafnarhúsinu og þó þar sé vissulega margt að sjá núna er verkið ekki fullmótað. Þetta er verk í vinnslu, verkefni sem við hyggjumst vinna áfram að, með viðveru (og samveru) á staðnum allan tímann meðan á sýningunni stendur. Staðið verður fyrir fjölbreyttum viðburðum og ýmsum gestum verður boðið að taka þátt í verkinu.

Fylgist endilega með, komið aftur og aftur og stillið síðan á FM 106,5 þegar ykkur leiðist heima eða í bílnum.

Hér eru nokkrar myndir af verkinu sem teknar voru í fjörinu í gær.







2 ummæli:

  1. Til hamingju :) Hvað stendur sýningin lengi?

    kv. Helga Ólöf

    SvaraEyða