mánudagur, 22. október 2012

Teiknidót

Mig langar í plötuspilara.
Kannski ætti ég að fá mér tvo, svo ég geti gert þetta:

Drawing Apparatus from Robert Howsare on Vimeo.

Fann þetta hér.

föstudagur, 19. október 2012

Heimilisfang: ÍSLAND

Mér skilst að jarðarbúar séu um sjö milljarðar talsins.

Af öllum þeim fjölda er ég sú eina sem heiti Þórgunnur Oddsdóttir og ég tilheyri mjög litlum hópi fólks sem býr á þessari eyju úti á hjara veraldar sem kallast Ísland.

Mig hefur lengi langað að gera þessa tilraun. Þetta er svona óvísindaleg athugun á því hvað heimurinn er stór... eða lítill. Og hvort maður er talinn með.

Þetta var einhvernveginn svona:
*** *** ***

Þann 3. otóber síðastliðinn setti ég póstkort í póst á Balí í Indónesíu (sem er mjög langt í burtu). Utan á það skrifaði ég:

ÞÓRGUNNUR ODDSDÓTTIR
ICELAND

Og ekkert meira.Í kvöld, þegar ég kom heim úr vinnunni í kuldanum, beið þetta sama póstkort eftir mér í póstkassanum á Kleppsvegi milli bæklinga frá Rúmfatalagernum og Elko.Það er eitthvað dálítið magnað við það að búa á stað þar sem nafn og land dugar sem utanáskrift. Ég efast um að John Smith í Bandaríkjunum gæti leikið þetta eftir.

En hvað skrifar maður svo á póstkort til sjálfrar sín í öðru landi?

Jú einhverja tóma þvælu. Eitthvað sem er nógu trúlegt til þess að starfsfólkið á pósthúsunum fatti ekki að þetta er í rauninni óformleg athugun á því hvað það leggur mikið á sig í vinnunni...

fimmtudagur, 11. október 2012

Balí og Lombok


Það er einhvernveginn svona að þeysast um sveitir Balí á scooter:

Balí - september 2012 from Thorgunnur Oddsdottir on Vimeo.


Og það er einhvernveginn svona að kíkja á sunnudagsmarkaðinn í Kuta á Lombok:

Sunnudagsmarkaður í Kuta - Lombok from Thorgunnur Oddsdottir on Vimeo.


Og það er einhvernveginn svona að standa á hrísgrjónaakri í Tetebatu á Lombok og hlusta á bænakallið frá moskunni:

Tetebatu from Thorgunnur Oddsdottir on Vimeo.