laugardagur, 6. september 2014

Markaður

Á laugardögum er markaður á Boxhagener Platz. Þar er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar: Ávexti, sokka, bækur, kjöt, ost, blóm, nærbuxur, sultur, skartgripi, pylsur og púrtvín.

Og þegar það er 27 stiga hiti og sól safnast fólk saman í garðinum og slappar þar af, jafnt fjölskyldufólkið sem bæjarrónarnir. Krökkt af fólki út um allt - og sumt lenti í skyssubókinni minni.