sunnudagur, 1. desember 2013

Fyrsti sunnudagur í aðventu




Fyrsta kertið í aðventukransinum heitir víst spádómskerti.

Hjá mér er þetta kerti hins vegar helgað minningu pabba og Fjólu ömmu, sem bæði kvöddu þennan heim á fyrsta sunnudegi í aðventu (hún árið 2001 og hann árið 2008).

Það er alltaf dálítil seremónía að tendra þetta ljós - með söknuð í hjarta sem þó er fullt þakklætis fyrir allt sem þessi góðu mæðgin gáfu mér.

föstudagur, 9. ágúst 2013

Skissubækur

Það er ótrúlega gaman að glugga í skissubækur annarra listamanna. Þessar fann ég á Youtube.

Grafíski hönnuðurinn Shawn Bueche á þessa:


Myndskreytirinn Matthias Adolfsson á þessa:
Raggi Kjartans á þessa:


Rémy Bardin á þessa:


Chris Dent á þessa:


Nomoco á þessa:



Mosi