sunnudagur, 29. ágúst 2010

The Garden Project


Sigga og Anna Hrund voru með uppskeruhátíð í garðinum sínum við Hverfisgötuna í gær.

Snilldarverkefni!

Þetta byrjaði í fyrra þegar portið fyrir framan nemendagalleríið okkar, Kaffistofu, var tekið í gegn. Þar var bara möl og subbuskapur.

Svo héldu þær áfram í sumar og ræktuðu matjurtagarð á þakinu.

Garðurinn var opnaður á Villa Reykjavík fyrr í sumar. Þá var garðpartí þarna. Og það var líka opnaður skúlptúrgarður fyrir framan Kaffistofuna, á svæðinu sem var tekið svo vel í gegn í fyrrasumar. Matjurtagarðurinn á þakinu (sem er eiginlega þakið á gallerí Kling & Bang) var ekki síst hugsað sem garður fyrir fólkið þarna í nágrenninu. Það máttu allir koma og fá sér grænmeti og kryddjurtir.

Í gær var uppskeruhátíð. Fólk fór ekki tómhent heim heldur klyfjað af kartöflum, gulrótum, kóriander og oreganó. Og það fór heldur enginn svangur heim því inni í Kaffistofunni var elduð grænmetissúpa úr hráefninu úr garðinum og á grillinu fyrir utan kaffistofuna sem var hlaðið upp í fyrrasumar voru grillaðar kartöflur og annað góðgæti.

Já snilldarverkefni!

Það eru svo margir fletir á þessu... Ótrúlega skemmtilegt dæmi um hvernig er hægt að sameina myndlist og borgarumhverfi. Og fá fólk til að njóta á annan hátt en kannski með hefðbundnari listviðburði.

Já og svo gerðu þær bók um verkefnið. Það má skoða hana hér. Skemmtilegar greinar í henni m.a. eftir Hjálmar Sveinsson og Ármann Jakobsson.

*** *** *** ***
Ingvar Ragnarsson tók myndina hér að ofan fyrr í sumar. Ég stal henni af heimasíðu Villa Reykjavík.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli