miðvikudagur, 9. nóvember 2011

Bálköstur

...

Þessi elska hangir víst uppi á vegg í London.

Þetta er ósköp kyrrlát mynd og því kann það að koma á óvart að meðan á myndatöku stóð óttaðist ég um líf mitt og limi. Þetta er tekið á leiðinni út á Látrabjarg og þarna er gríðarlegt kríuvarp. Um leið og ég steig út úr bílnum með myndavélina réðust þær að mér úr öllum áttum svo ég rétt komst inn í bíl aftur. Gerði svo viðeigandi ráðstafnir meðan kríurnar byrjuðu að gogga í bílinn. Vafði peysu um höfuðið og svo skriðum við Birkir út og löbbuðum þessa fimm metra frá bílnum nánast í faðmlögum, ég með hendur og auga á myndavélinni og hann veifandi tveimur göngustöfum upp í loft okkur til varnar. Hávaðinn var rosalegur.

Ég smellti bara af tveimur römmum (enda tímafrekt að taka mynd á þessa elsku) og flúði svo aftur inn í bíl. Og var ofboðslega spennt að sækja filmuna í framköllun til að vita hvort þetta hefði lukkast.

Það var bara eitthvað við þennan bálköst þarna í fjörunni sem mér fannst svo fallegt...
og svo er það þessi græni litur...

2 ummæli: