mánudagur, 21. nóvember 2011

Afvegaleiðsögn

Af hverju þykir það neikvætt að afvegaleiða þegar það þýðir í raun bara að vera leiddur út af veginum.

Í tilefni af 20 ára afmæli fræðsludeildar listasafns Reykjavíkur vorum við Ingibjörg og Anna Hrund fengnar til að vera með stuttar hádegisleiðsagnir á Kjarvalsstöðum í þessari viku. Við ákváðum að bjóða upp á afvegaleiðsagnir. Þær tengjast sýningunum í safninu ekki neitt og eru spunnar af fingrum fram en gefa vonandi smá innsýn í lífið utan vegar.

Fyrsta afvegaleiðsögnin fór fram í dag.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli