sunnudagur, 28. ágúst 2011
Litla brúðurin
Fríða systir hefur alltaf haft áhuga á tísku og fötum.
Stundum klæddi hún okkur litlu systur sínar upp og tók myndir. Það var gaman.
Ég held ég sé 6 ára á þessari mynd. Búið að dressa mig upp í ókláraðan kjól sem Fríða (þá 15 ára) var að sauma sér. Rauða gervirósin var alltaf í vasa inní stofu og perluarmbandið er í raun plasthálsfesti af ponyhesti.
Þetta er tekið inní herberginu hennar Fríðu og lýsingin er einhvernveginn alveg fullkomin þó hún komi bara frá standlampanum sem hún fékk í fermingargjöf.
Hún sendi þessa mynd í ljóstmyndasamkeppni Æskunnar og vann.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
vÁ!!!!
SvaraEyða