laugardagur, 1. október 2011

Úr kassanum hans afa

...

Ég veit ekki hver sagan er á bak við þessa mynd.

Hún kemur úr kassa sem Rósberg afi minn átti og er fullur af gömlum myndum og filmum.

Mér finnst hún eitthvað svo dásamleg.

Hópur af ferðafólki stillir sér upp, líklega fyrir myndatöku en ljósmyndarinn sem tekur þessa mynd fylgist með í fjarska og tekur þannig mynd af myndatökunni. Svo er eins og rútan ætli að stinga af.

Og fossinn sem er svo fallegur, er á leiðinni út úr rammanum hinum meginn.

Bjútífúl.